Mun fleiri andvana fædd börn en skráð hjá Hagstofu 21. nóvember 2011 10:00 Hagstofan notar ekki sömu skilgreiningar um andvana fædd börn og LSH en rætt hefur verið um að endurskoða skilgreiningarnar. fréttablaðið/stefán Mun fleiri börn fæðast andvana hér á landi en segir í tölum Hagstofunnar. Séu tölur Fæðingaskrár Landspítalans um andvana fædd börn bornar saman við tölur Hagstofunnar, frá árunum 2002 til 2009, er tíðnin rúmum 40 prósentum hærri í skýrslum LSH. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) sækir sínar tölur um andvana fædd börn til Hagstofunnar, en mælst er til þess að nýrri skilgreiningar séu notaðar en þær sem Hagstofan styðst við. Landspítalinn notar margar mismunandi skilgreiningar, en meginflokkarnir eru tveir: andvana fætt barn eftir meira en 22 vikna meðgöngu og eftir 28 vikna meðgöngu. Skilgreining Hagstofunnar er að andvana fædd börn eru þau sem koma í heiminn án lífsmarks eftir að minnsta kosti 28 vikna meðgöngu. Styttri meðganga telst vera fósturlát. Stuðst hefur verið við sömu skilgreiningar síðan árið 1952. Ragnheiður Bjarnadóttir, ritstjóri Fæðingaskrár, segir skráningaraðferð Hagstofunnar nauðsynlega til að bera Ísland saman við ólík samfélög og til þess að sjá þróunina hér á landi á milli ára. „Frá árinu 1994 hefur Fæðingaskrá gefið upp tvenns konar tölur til að geta borið okkur saman við þá sem nota sama kerfi. En við verðum að halda okkur við hina líka,“ segir hún. „Sú aðferð er ekki úrelt, en hún er eldri. Það að miða við 22 vikur er hugsanlega betra vegna þeirra miklu framfara sem hafa orðið í nýburalækningum og lífslíkur barna sem fæðast fyrr eru orðnar meiri.“ Guðjón Hauksson, umsjónarmaður mannfjöldaskráningar hjá Hagstofunni, segir það hafa verið til umræðu að undanförnu að taka upp skráningar andvana fæddra barna sem fæðast eftir 22 vikur, eins og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælist til. Guðjón tekur undir orð Ragnheiðar og segir tölurnar ekki sýna misræmi, heldur einungis mismunandi skilgreinda flokka. „Annað sem gæti skýrt muninn eru þau örfáu tilfelli þegar móðirin er ekki skráð með búsetu hér á landi,“ útskýrir hann. „Það átti sér í lagi við þegar ameríski herinn var hér, svo eru ferðamenn og fólk sem er hér í stuttan tíma í atvinnuskyni. Þær skráningar fara ekki inn hjá okkur, heldur eru sendar frá spítalanum til heimalands móðurinnar.“ Á síðustu árum hafa mörkin milli fósturláts og andvana fæðinga verið færð niður í 22 vikur í sumum löndum, en Ísland hefur ekki breytt sínum reglugerðum enn. sunna@frettabladid.is Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira
Mun fleiri börn fæðast andvana hér á landi en segir í tölum Hagstofunnar. Séu tölur Fæðingaskrár Landspítalans um andvana fædd börn bornar saman við tölur Hagstofunnar, frá árunum 2002 til 2009, er tíðnin rúmum 40 prósentum hærri í skýrslum LSH. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) sækir sínar tölur um andvana fædd börn til Hagstofunnar, en mælst er til þess að nýrri skilgreiningar séu notaðar en þær sem Hagstofan styðst við. Landspítalinn notar margar mismunandi skilgreiningar, en meginflokkarnir eru tveir: andvana fætt barn eftir meira en 22 vikna meðgöngu og eftir 28 vikna meðgöngu. Skilgreining Hagstofunnar er að andvana fædd börn eru þau sem koma í heiminn án lífsmarks eftir að minnsta kosti 28 vikna meðgöngu. Styttri meðganga telst vera fósturlát. Stuðst hefur verið við sömu skilgreiningar síðan árið 1952. Ragnheiður Bjarnadóttir, ritstjóri Fæðingaskrár, segir skráningaraðferð Hagstofunnar nauðsynlega til að bera Ísland saman við ólík samfélög og til þess að sjá þróunina hér á landi á milli ára. „Frá árinu 1994 hefur Fæðingaskrá gefið upp tvenns konar tölur til að geta borið okkur saman við þá sem nota sama kerfi. En við verðum að halda okkur við hina líka,“ segir hún. „Sú aðferð er ekki úrelt, en hún er eldri. Það að miða við 22 vikur er hugsanlega betra vegna þeirra miklu framfara sem hafa orðið í nýburalækningum og lífslíkur barna sem fæðast fyrr eru orðnar meiri.“ Guðjón Hauksson, umsjónarmaður mannfjöldaskráningar hjá Hagstofunni, segir það hafa verið til umræðu að undanförnu að taka upp skráningar andvana fæddra barna sem fæðast eftir 22 vikur, eins og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælist til. Guðjón tekur undir orð Ragnheiðar og segir tölurnar ekki sýna misræmi, heldur einungis mismunandi skilgreinda flokka. „Annað sem gæti skýrt muninn eru þau örfáu tilfelli þegar móðirin er ekki skráð með búsetu hér á landi,“ útskýrir hann. „Það átti sér í lagi við þegar ameríski herinn var hér, svo eru ferðamenn og fólk sem er hér í stuttan tíma í atvinnuskyni. Þær skráningar fara ekki inn hjá okkur, heldur eru sendar frá spítalanum til heimalands móðurinnar.“ Á síðustu árum hafa mörkin milli fósturláts og andvana fæðinga verið færð niður í 22 vikur í sumum löndum, en Ísland hefur ekki breytt sínum reglugerðum enn. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira