Innlent

Elsa María er Íslandsmeistari

Elsa maría Kristínardóttir
Elsa maría Kristínardóttir
Elsa María Kristínardóttir varð Íslandsmeistari kvenna í skák á laugardag. Í lokaumferðinni gerði hún jafntefli við Doniku Kolica og tryggði sér þar titilinn. Elsa María hlaut 6,5 vinninga í 7 skákum.

Sigur Elsu var nokkuð óvæntur enda var hún aðeins fimmti stigahæsti keppandinn.

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir varð önnur með 6 vinninga. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Tinna Kristín Finnbogadóttir urðu í 3.-4. sæti með 4,5 vinninga. Hallgerður fékk þriðja sætið á stigum.- hhs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×