Erfiðast að tilkynna fólki um barnsmissi 21. nóvember 2011 05:00 Fórnarlamba umferðarslysa var minnst við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í gærmorgun. Viðar Magnússon tók til máls á athöfninni. Mynd/Einar Magnússon „Erfiðasti hlutinn við mitt starf er ekki að sinna þeim sem hafa orðið fyrir slysi. Ef maður hefur góða þjálfun og vinnur í góðu teymi er hægt að gera ótrúlega hluti. En þegar illa fer, og maður lendir í þeirri stöðu að þurfa að tilkynna einhverjum að hann hafi misst ástvin, þá tekur þetta á. Sérstaklega þegar um börn er að ræða,“ segir Viðar Magnússon, læknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. „Það ætti enginn að vera settur í þá stöðu að þurfa að tilkynna öðrum að þeir hafi misst börnin sín. Og það ætti enginn að vera settur í þá stöðu að þurfa að taka á móti svoleiðis upplýsingum.“ Viðar var einn þeirra sem tóku til máls í minningarathöfn sem fram fór í gærmorgun við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Þar var fórnarlamba umferðarslysa minnst með einnar mínútu þögn, eftir að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hafði ávarpað samkomuna og sagt frá tilefni dagsins. Sameinuðu þjóðirnar hafa frá árinu 1993 tileinkað þriðja sunnudag nóvembermánaðar minningu fórnarlamba umferðarslysa. Auk þess að minnast fórnarlamba umferðarslysa var tilgangur athafnarinnar að heiðra þær starfsstéttir sem koma að björgun og aðhlynningu þeirra sem lenda í alvarlegum umferðarslysum. Fulltrúar þeirra starfsstétta voru viðstaddir athöfnina; áhöfn þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar, lögregla, sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn, slökkviliðsmenn, starfsmaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, læknar og hjúkrunarfólk. Auk Viðars sögðu Leifur Halldórsson lögreglumaður og Oddur Eiríksson sjúkraflutningamaður reynslusögur sínar. Um það bil 2 prósent allra dauðsfalla í heiminum eru af völdum umferðarslysa, en á hverju ári látast um 1,2 til 1,4 milljónir manna í umferðarslysum í heiminum. Banaslys í umferðinni eru algengasta dánarorsök ungs fólks í heiminum í dag. Af þeim tólf sem látist hafa í umferðinni hér á landi það sem af er þessu ári var helmingur 17 ára og yngri. Fjórir voru 17 ára, ein 13 ára stúlka og eitt 6 ára gamalt barn. holmfridur@frettabladid.is Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira
„Erfiðasti hlutinn við mitt starf er ekki að sinna þeim sem hafa orðið fyrir slysi. Ef maður hefur góða þjálfun og vinnur í góðu teymi er hægt að gera ótrúlega hluti. En þegar illa fer, og maður lendir í þeirri stöðu að þurfa að tilkynna einhverjum að hann hafi misst ástvin, þá tekur þetta á. Sérstaklega þegar um börn er að ræða,“ segir Viðar Magnússon, læknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. „Það ætti enginn að vera settur í þá stöðu að þurfa að tilkynna öðrum að þeir hafi misst börnin sín. Og það ætti enginn að vera settur í þá stöðu að þurfa að taka á móti svoleiðis upplýsingum.“ Viðar var einn þeirra sem tóku til máls í minningarathöfn sem fram fór í gærmorgun við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Þar var fórnarlamba umferðarslysa minnst með einnar mínútu þögn, eftir að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hafði ávarpað samkomuna og sagt frá tilefni dagsins. Sameinuðu þjóðirnar hafa frá árinu 1993 tileinkað þriðja sunnudag nóvembermánaðar minningu fórnarlamba umferðarslysa. Auk þess að minnast fórnarlamba umferðarslysa var tilgangur athafnarinnar að heiðra þær starfsstéttir sem koma að björgun og aðhlynningu þeirra sem lenda í alvarlegum umferðarslysum. Fulltrúar þeirra starfsstétta voru viðstaddir athöfnina; áhöfn þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar, lögregla, sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn, slökkviliðsmenn, starfsmaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, læknar og hjúkrunarfólk. Auk Viðars sögðu Leifur Halldórsson lögreglumaður og Oddur Eiríksson sjúkraflutningamaður reynslusögur sínar. Um það bil 2 prósent allra dauðsfalla í heiminum eru af völdum umferðarslysa, en á hverju ári látast um 1,2 til 1,4 milljónir manna í umferðarslysum í heiminum. Banaslys í umferðinni eru algengasta dánarorsök ungs fólks í heiminum í dag. Af þeim tólf sem látist hafa í umferðinni hér á landi það sem af er þessu ári var helmingur 17 ára og yngri. Fjórir voru 17 ára, ein 13 ára stúlka og eitt 6 ára gamalt barn. holmfridur@frettabladid.is
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira