Innlent

Bílvelta á Þrengslavegi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bíll velti á Þrengslavegi um tíuleytið í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi höfðu þrír komist út úr bílnum af eigin rammleik þegar sjúkralið og lögregla voru komin á staðinn. Þeir voru allir heilir á húfi. Ekki hafa frekari upplýsingar borist um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×