Enski boltinn

Mancini: Við erum á pari við Barcelona

Roberto Mancini, stjóri Man. City, veit að hann er með gott lið í höndunum og hann segir nú að sitt lið sé ekkert síðra en Barcelona og Real Madrid.

City hefur byrjað tímabilið með látum og er eina liðið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur ekki tapað leik.

"Sjálfstraustið sem hefur komið með þessari góðu byrjun er mikilvægt. Ég er ekki að segja að við séum betri en Barcelona, Real Madrid og Man. Utd en við erum á pari við þessi lið í dag," sagði Mancini.

City er búið að eyða 460 milljónum punda í leikmenn síðan Sjeik Mansour keypti félagið árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×