Enski boltinn

Tottenham upp í þriðja sætið - tvenna frá Adebayor

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Tottenham komst upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Aston Villa á White Hart Lane í kvöld en Harry Redknapp, stjóri liðsins, var mættur á nýjan leik á hliðarlínuna eftir hjartaaðgerð. Emmanuel Adebayor skoraði bæði mörk Tottenham í leiknum.

Tottenham vann þarna sinn áttund deildarsigur í síðustu níu leikjum en liðið er nú fjórum stigum á eftir Manchester United og á einn leik inni að auki. Tottenham fór í kvöld upp fyrir Newcastle á markatölu en Chelsea, Liverpool og Arsenal eru síðan öll þremur stigum á eftir Spurs og Newcastle.

Emmanuel Adebayor skoraði langþráð mörk í kvöld því hann hafði ekki skoraði í deildinni síðan í 4-0 sigri á Liverpool um miðjan september.

Emmanuel Adebayor kom Tottenham í 1-0 á 14. mínútu með glæsilegri hjólhestaspyrnu sem kom eftir hornspyrnu Rafael van der Vaart og hálf misheppnað skot frá Gareth Bale. Adebayor var fljótur að hugsa á markteignum af afgreiddi boltann í markið.

Adebayor bætti við öðru marki á 40. mínútu en það var af ódýrari gerðinni ólíkt því fyrra. Gareth Bale átti þá hættulega fyrirgjöf frá vinstri sem fór af varnarmanni Aston Villa og til Adebayor sem átti auðvelt verk fyrir höndum að skora í tómt markið.

Aston Villa byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel en tókst ekki að minnka muninn og fyrr en varir var Tottenham-liðið komið með öll völd á ný. Emmanuel Adebayor fékk tvö frábær færi til að innsigla þrennuna en fleiri urðu mörkin hans ekki og ekki tókst liðsfélögum hans heldur að bæta við mörkum.



Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×