Enski boltinn

Malouda vill verða Ryan Giggs Chelsea-liðsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Malouda fagnar.
Malouda fagnar.
Frakkinn Florent Malouda er ánægður í herbúðum Chelsea og hann segist vonast til þess að geta orðið Ryan Giggs þeirra Chelsea-manna.

Malouda hefur verið hjá félaginu síðan 2007 er hann kom frá Lyon. Samningur hans við félagið á að renna út 2013 en Malouda vill ólmur framlengja þann samning um eitt ár.

"Mig langar að líða eins og ég skipti félagið máli. Stundum líður mér ekki þannig þegar ég les í blöðunum að félagið sé að íhuga að selja mig og á sama tíma er ég að spila mjög vel," sagði hinn þrítugi Malouda.

"Ég vil verða Ryan Giggs Chelsea-liðsins. Ég vil framlengja samninginn um eitt ár."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×