Enski boltinn

Mikilvægir sigrar hjá WBA og Blackburn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik Fulham og Sunderland í dag.
Úr leik Fulham og Sunderland í dag.
Roy Hodgson fór langleiðina með að bjarga WBA frá falli í dag er liðið vann góðan heimasigur á Aston Villa. Blackburn vann einnig gríðarlega mikilvægan sigur á Bolton.

Blackpool og Wigan ekki eins sátt við stigið sem þau fengu í dag. Bæði lið þurftu þrjú stig í botnbaráttunni.

West Ham, Wolves og Wigan í botnsætunum og þar fyrir ofan eru Blackpool og Birmingham.

Fulham vann síðan öruggan útisigur á Fulham. Eiður Smári var í byrjunarliði Fulham og átti ágætan leik.

Úrslit:

Blackburn-Bolton 1-0

1-0 Martin Olsson (19.)

Blackpool-Stoke 0-0

Sunderland-Fulham 0-3

0-1 Gael Kakuta (32.), 0-2 Simon Davies (61.), 0-3 Ahmed Al Muhammadi, sjm (73.)

WBA-Aston Villa 2-1

0-1 Abdoulaye Meite, sjm (3.), 1-1 Peter Odemwingie (59.), 2-1 Youssuf Mulumbu (83.)

Wigan-Everton 1-1

1-0 Charles N´Zogbia (20.), 1-1 Leighton Baines, víti (77.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×