Enski boltinn

Lukkan með Chelsea sem lagði Spurs með umdeildum mörkum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Chelsea skoraði tvö ólögleg mörk sem tryggðu liðinu sigur, 2-1, á Tottenham í dag. Fyrra mark Chelsea var aldrei mark þar sem boltinn fór ekki inn og hið síðara var rangstöðumark. Chelsea-mönnum er eflaust slétt sama um það því þeir eru enn í hörkubaráttu um titilinn og aðeins þremur stigum á eftir toppliði Man. Utd sem mætir Arsenal á morgun.

Brasilíumaðurinn Sandro kom Spurs yfir með þrumufleyg snemma leiks. Fögnuðurinn var sérstakur því Harry Redknapp, stjóri Spurs, las yfir honum eftir markið. Afar hressandi.

Undir loks leiksins náði Chelsea að jafna leikinn. Frank Lampard átti þá skot beint á markið. Brasilíumaðurinn Gomes gerði enn ein mistökin og missti boltann í gegnum klofið.

Hann kastaði sér á eftir honum og náði boltanum á línunni. Aðstoðardómarinn ákvað að dæma mark en endursýningar sýndu að boltinn var ekki allur farinn inn fyrir línuna.

Það stefndi allt í jafntefli þegar Salomon Kalou skoraði sigurmark Chelsea af stuttu færi tveim mínútum fyrir leikslok.

Fyrra mark Chelsea var aldrei mark og endursýningar sýndu að Kalou var rangstæður. Afar blóðugt fyrir Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×