Íslenski boltinn

Víkingar fá finnskan miðjumann að láni frá Örebro

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Denis Abdulahi .
Denis Abdulahi . Mynd/vikingur.net
Nýliðar Víkings í Pepsi-deild karla hafa styrkt liðið sitt fyrir átökin sem hefjast eftir rúma viku. Víkingar náðu í morgun samkomulagi við sænska liðið Örebro um að fá finnska miðjumanninn Denis Abdulahi að láni. Þetta kemur fram á víkingur.net.

Denis Abdulahi mun spila með Víkingum fram í ágúst og ætti að ná í það minnsta tólf leikjum með liðinu í Pepsi-deildinni.

„Abdulahi æfði með Víkingum á Spáni á dögunum. Hann spilaði æfingaleik gegn Leikni þar sem hann þótti standa sig frábærlega," segir í frétt á víkingur.net en Abdulahi er varnarsinnaður miðjumaður sem á að baki 35 leiki með finnska b-deildarliðinu FC Viikingit. Hann spilaði þrjá leiki fyrir Örebro eftir að hann gekk í raðir þess í júlí í fyrra.

Abdulahi er því vanur að spila fyrir Víking en Viikingit þýðir einmitt Víkingur á finnsku. „Abdulahi er finnskur U21 árs leikmaður og eru Víkingar mjög ánægðir að hafa náð samningum við félagið og hann sjálfan," segir ennfremur í fréttinni um liðstyrkinn á víkingur.net.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×