Íslenski boltinn

Markvörður ÍBV sýnir ótrúlegar boltakúnstir - myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Abel Dhaira vill sjá alla Eyjamenn á Hásteinsvelli 2. maí næstkomandi.
Abel Dhaira vill sjá alla Eyjamenn á Hásteinsvelli 2. maí næstkomandi.
Abel Dhaira, markvörður ÍBV frá Úganda, er ekki bara ágætur á milli stanganna heldur er hann ansi lunkinn með boltann og rúmlega það. Hann getur gert ýmislegt með boltann sem fæstir markverðir Pepsi-deildarinnar, ef einhverjir, geta.

Í skemmtilegri leikmannakynningu á ÍBV-síðunni fer Dhaira algjörlega á kostum með boltann.

Hægt er að sjá tilþrif markvarðarins hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×