Íslenski boltinn

Gunnar Már mögulega á leið til Þórs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Már í búningi Fjölnis sumarið 2009.
Gunnar Már í búningi Fjölnis sumarið 2009. Mynd/Stefán
Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður FH, gæti verið á leið til nýliða Þórs í Pepsi-deildinni á láni. Þetta kemur fram á Fótbolti.net.

„Ég hef verið mikið meiddur síðasta ár og fór fram á það við FH að vera lánaður til að koma mér í spilform,“ sagði Gunnar Már í samtali við vefinn.

Hann mun svara Þórsurum í fyrramálið en einnig kemur til greina að fara í 1. deildina.

Þá er líklegast að hann muni fara til Fjölnis en þaðan kom hann til FH í september árið 2009. Gunnar Már er uppalinn Fjölnismaður og hefur til að mynda leikið með liðinu í öllum fjórum deildum Íslandsmótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×