Íslenski boltinn

Gunnar Már spilar með Þór í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Már Guðmundsson í leik með FH í fyrra.
Gunnar Már Guðmundsson í leik með FH í fyrra.
Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður FH, hefur verið lánaður til Þórs næsta hálfa árið og mun hann því spila með nýliðunum í Pepsi-deild karla í sumar.

Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs en Gunnar Már hefur átt við meiðsli að stríða og fór fram á það við forráðamenn FH að verða lánaður til annars liðs í sumar.

Hann er uppalinn hjá Fjölni í Grafarvoginum en gekk í raðir FH eftir tímabilið 2009. Hann kom við sögu í tólf deildarleikjum með FH síðastliðið tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×