Enski boltinn

Coyle: Strákarnir frábærir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger og Owen Coyle heilsast í dag.
Arsene Wenger og Owen Coyle heilsast í dag. Nordic Photos / Getty Images
Owen Coyle, stjóri Bolton, hrósaði sínum leikmönnum mikið eftir að liðið vann 2-1 sigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Bolton tapaði illa fyrir Stoke, 5-0, í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar um síðustu helgi og komst því aftur á beinu brautina með sigrinum í dag.

„Strákarnir hafa verið frábærir allt tímabilið,“ sagði Coyle eftir leikinn. „Við áttum einn hræðilegan dag um síðustu helgi þar sem allt fór úrskeðis sem gat mögulega farið úrskeðis.“

„Okkur leið ekki vel og ég mun aldrei gleyma þeirri tilfinningu svo lengi sem ég lifi. En í dag sáu allir okkar rétta andlit. Leikmennirnir lögðu svo mikið á sig og tilfinningin var frábær þegar sigurmarkið kom svona seint í leiknum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×