Íslenski boltinn

Þórshrekkurinn kominn á 101greatgoals

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Svo virðist sem að Þórsarar hafi tekið að sér að vera andlit íslenskrar knattspyrnu á heimsvísu í ár, rétt eins og Stjarnan gerði á síðasta sumri.

Hrekkurinn þeirra, sem Vísir greindi frá í síðustu viku, er kominn á síðuna 101greatgoals.com sem tekur saman myndbönd úr knattspyrnunni víða um heim.

Stjarnan sló í gegn í heimspressunni í fyrra með skipulögðum fagnaðarlátum sínum sem ekki þarf að tíunda frekar hér.

Hrekkurinn er mjög vel heppnaður og má sjá með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×