Fótbolti

Messi og Ronaldo berjast um evrópska gullskóinn

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Ronaldo og Messi berjast um Gullskóinn eftirsótta.
Ronaldo og Messi berjast um Gullskóinn eftirsótta. Nordic Photos/Getty Images
Baráttan um evrópska gullskóinn er á milli Lionel Messi hjá Barcelona og Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid. Messi hefur verið í gríðarlegum ham á þessari leiktíð og alls skorað 50 mörk á leiktíðinni. Það eru hins vegar mörk hans í spænsku deildinni sem telja til evrópska gullskóarins en Messi hefur alls skorað 31 mark í spænsku deildinni.

Í fimm sterkustu deildum Evrópu; í Englandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi, eru gefin tvö stig fyrir hvert mark sem er skorað. Messi hefur því samtals fengið 62 stig það sem af er þessari leiktíð og hefur fjögurra stiga forystu á Ronaldo sem hefur skorað 29 mörk í spænsku deildinni.

Antonio Di Natale frá Ítalíu og Edinson Cavani frá Úrúgvæ koma jafnir í þriðja sæti en báðir eru þeir með 52 stig eftir að hafa skorað 26 mörk á leiktíðinni.

Tíu efstu leikmenn í Gullskó Evrópu:


(Sæti-Leikmaður-Lið-Mörk-Stig)

1. Lionel Messi (ARG) - Barcelona (SPÁ) - 31 mark - 62 stig

2. Cristiano Ronaldo (POR) - Real Madrid (SPÁ) - 29 - 58

3. Antonio Di Natale (ÍTA) - Udinese (ÍTA) - 26 - 52

3. Edinson Cavani (ÚRÚ) - Napoli (ÍTA) - 26 - 52

5. Mario Gomez (ÞÝS) - Bayern Munich (ÞÝS) - 23 - 46

6. Dimitar Berbatov (BÚL) - Manchester Utd (ENG) - 21 - 42

6. Moussa Sow (SEN) - Lille (FRA) - 21 - 42

8. Papiss Cisse (SEN) - Freiburg (GER) - 20 - 40

8. Samuel Eto'o (KAM) - Inter (ÍTA) - 20 - 40

10. Kenny Miller (SKO) - Bursaspor (TYR) - 26 - 39*

*Gefið er 1,5 stig í tyrknesku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×