Valur Lengjubikarmeistari 25. apríl 2011 18:36 Mynd/Stefán Valur varð Lengjubikarmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á Fylki í framlengdum úrslitaleik, 3-1, sem fór fram í Kórnum í Kópavogi. Valur varð Reykjavíkurmeistari fyrr í vetur. Leiknum var lýst beint á Vísi og má lesa hana hér fyrir neðan.Fylkir - Valur 1-3 1-0 Ingimundur Níels Óskarsson (26.) 1-1 Guðjón Pétur Lýðsson, víti (70.) 1-2 Christan R. Mouritsen (99.) 1-3 Hörður Sveinsson (119.)120. mínúta: Magnús Þórisson flautar leikinn af. Valsmenn eru Lengjubikarmeistarar karla árið 2011.119. mínúta - mark: Hörður Sveinsson gulltryggir sigurinn fyrir Valsmenn eftir vel útfærða skyndisókn. Arnar Sveinn Geir Sveinsson átti góða sendingu inn í teiginn á Christian Mouritsen sem lagði boltann fyrir markið þar sem Hörður var einn á auðum sjó og skoraði auðveldlega.115. mínúta: Sóknin þyngist hjá Fylkismönnum en Valsmenn verjast fimlega. Fylkismenn hafa ekki náð að skapa sér nein alvöru færi en leggja greinilega allt undir.105. mínúta: Rúnar Már Sigurjónsson hjá Fylki átti gott skot sem fór hárfínt yfir markið. Um sannkallað draumamark hefði verið að ræða ef boltinn hefði hæft markið. Andartökum síðar flautar Magnús Þórisson, dómari, til hálfleiks í framlengingunni.99. mínúta - mark: Valsmenn áttu langt innkast sem Fitim Morina skallaði út í teiginn. Christian Mouritsen kom aðvífandi og átti hnitmiðað skot sem söng í bláhorninu. Frábærlega gert hjá Valsmönnum.92. mínúta: Mattías Guðmundsson átti skalla sem Fylkismenn náðu að verja á línu.90. mínúta: Venjulegum leiktíma lokið. Það var jafnræði með liðunum síðustu mínúturnar en hvorugu liðinu tókst að skapa sér nein almennileg færi. Fram undan er því 30 mínútna framlenging.83. mínúta: Valsmenn hafa verið sterkari í seinni hálfleik og áttu skilið að jafna. Nú er búin að færast ansi mikil harka í leikinn og kæmi það ekki á óvart ef einhver fengi að líta rauða spjaldið - og þá líklega Fylkismaður.74. mínúta: Fylkismenn hafa átt tvö skot yfir markið. Fyrst Andrés Már og svo Andri Þór.70. mínúta - mark: Guðjón Pétur Lýðsson tók vítaspyrnuna og skoraði af miklu öryggi.69. mínúta: Mikið að gerast í Fylkisteignum. Andrés Már var að bjarga á línu en stuttu síðar fékk bakvörðurinn Andri Þór boltann í höndina og því vítaspyrna dæmd.68. mínúta: Matthías komst í fínt skotfæri utarlega í vítateignum en skot hans fram hjá.61. mínúta: Valsmenn eru allir að koma til og hafa spilað betur síðustu mínúturnar. Þeir hafa átt tvö ágæt hálffæri en þurfa að gera betur til að jafna leikinn.52. mínúta: Fylkismenn halda uppteknum hætti í síðari hálfleik. Tómas átti fast skot að marki en Haraldur markvörður sá við honum.46. mínúta: Síðari hálfleikur hafinn og gerðu Valsmenn tvær breytingar í hálfleik. Guðjón Pétur Lýðsson og Christian Mouritsen komu inn á fyrir þá Rúnar Sigurjónsson og Stefán Eggertsson.Hálfleikur: Pásan var um tíu mínútum lengri en venja er þar sem einn dómari leiksins, Jóhann Gunnar Guðmundsson, veiktist en Sigurður Óli Þorleifsson er með flaggið í hans stað.45. mínúta: Fyrri hálfleik lokið og er Fylkir með verðskuldaða forystu. Árbæingar hafa verið miklu sterkari og fengið nokkur góð færi til að bæta við forystuna. Valsmenn fengu eitt hættulegt færi en þurfa að skerpa sinn leik, sérstaklega í sókninni.39. mínúta: Fyrsta færi Valsmanna og það var gott. Matthías náði að stinga boltanum inn fyrir Fylkisvörnina á Arnar Svein. Hann kom boltanum fram hjá Bjarna Þórði en hann fór svo hárfínt fram hjá markinu.26. mínúta - mark: Andrés komst inn fyrir vörn Vals og gaf boltann út í teig, fram hjá Haraldi markverði sem kom út úr markinu. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Ingimund Níels sem skoraði í autt markið.25. mínúta: Enn eitt færið hjá Fylki. Tómas tekur aukaspyrnu á hægri kantinum og gefur háan bolta inn á teig. Þórir á skalla hárfínt fram hjá markinu.20. mínúta: Enn sækja Fylkismenn. Nú tekur Ingimundur Níels sprett upp kantinn og gefur á Albert Brynjar sem skallar að marki. Haraldur varði frá honum í horn sem ekkert kom úr.10. mínúta: Fylkismenn fá horn og upp úr því fær Albert Brynjar fínt skotfæri en missir marks.5. mínúta: Andrés Már á fínan sprett fyrir Fylki, prjónar sig í gegnum vörnina en skot hans er varið af Haraldi.1. mínúta: Leikurinn er hafinn hér í Kórnum.Byrjunarlið Fylkis (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson; Andri Þór Jónsson, Kristján Valdimarsson, Þórir Hannesson, Kjartan Ágúst Breiðdal; Baldur Bett, Gylfi Einarsson (78. Ásgeir Börkur Ásgeirsson), Andrés Már Jóhannesson; Ingimundur Níels Óskarsson, Tómas Þorsteinsson, Albert Brynjar Ingason (71. Jóhann Þórhallsson).Varamenn: Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Davíð Þór Ásbjörnsson, Jóhann Þórhallsson, Fjalar Þorgeirsson (m), Andri Már Hermannsson, Jóhann Andri Kristjánsson, Daníel Freyr Guðmundsson.Byrjunarlið Vals (4-3-3): Haraldur Björnsson; Jónas Tór Næs, Halldór Kristinn Halldórsson, Pól Jóhannus Justinussen, Stefán Jóhann Eggertsson (46. Guðjón Pétur Lýðsson); Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, Haukur Páll Sigurðsson (82. Andri Fannar Stefánsson), Rúnar Már Sigurjónsson (46. Christian Mouritsen); Jón Vilhelm Ákason (61. Hörður Sveinsson), Matthías Guðmundsson, Arnar Sveinn Geirsson.Varamenn: Hörður Sveinsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Christian Mouritsen, Fitim Morina, Ásgeir Þór Magnússon (m), Andri Fannar Stefánsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Valur varð Lengjubikarmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á Fylki í framlengdum úrslitaleik, 3-1, sem fór fram í Kórnum í Kópavogi. Valur varð Reykjavíkurmeistari fyrr í vetur. Leiknum var lýst beint á Vísi og má lesa hana hér fyrir neðan.Fylkir - Valur 1-3 1-0 Ingimundur Níels Óskarsson (26.) 1-1 Guðjón Pétur Lýðsson, víti (70.) 1-2 Christan R. Mouritsen (99.) 1-3 Hörður Sveinsson (119.)120. mínúta: Magnús Þórisson flautar leikinn af. Valsmenn eru Lengjubikarmeistarar karla árið 2011.119. mínúta - mark: Hörður Sveinsson gulltryggir sigurinn fyrir Valsmenn eftir vel útfærða skyndisókn. Arnar Sveinn Geir Sveinsson átti góða sendingu inn í teiginn á Christian Mouritsen sem lagði boltann fyrir markið þar sem Hörður var einn á auðum sjó og skoraði auðveldlega.115. mínúta: Sóknin þyngist hjá Fylkismönnum en Valsmenn verjast fimlega. Fylkismenn hafa ekki náð að skapa sér nein alvöru færi en leggja greinilega allt undir.105. mínúta: Rúnar Már Sigurjónsson hjá Fylki átti gott skot sem fór hárfínt yfir markið. Um sannkallað draumamark hefði verið að ræða ef boltinn hefði hæft markið. Andartökum síðar flautar Magnús Þórisson, dómari, til hálfleiks í framlengingunni.99. mínúta - mark: Valsmenn áttu langt innkast sem Fitim Morina skallaði út í teiginn. Christian Mouritsen kom aðvífandi og átti hnitmiðað skot sem söng í bláhorninu. Frábærlega gert hjá Valsmönnum.92. mínúta: Mattías Guðmundsson átti skalla sem Fylkismenn náðu að verja á línu.90. mínúta: Venjulegum leiktíma lokið. Það var jafnræði með liðunum síðustu mínúturnar en hvorugu liðinu tókst að skapa sér nein almennileg færi. Fram undan er því 30 mínútna framlenging.83. mínúta: Valsmenn hafa verið sterkari í seinni hálfleik og áttu skilið að jafna. Nú er búin að færast ansi mikil harka í leikinn og kæmi það ekki á óvart ef einhver fengi að líta rauða spjaldið - og þá líklega Fylkismaður.74. mínúta: Fylkismenn hafa átt tvö skot yfir markið. Fyrst Andrés Már og svo Andri Þór.70. mínúta - mark: Guðjón Pétur Lýðsson tók vítaspyrnuna og skoraði af miklu öryggi.69. mínúta: Mikið að gerast í Fylkisteignum. Andrés Már var að bjarga á línu en stuttu síðar fékk bakvörðurinn Andri Þór boltann í höndina og því vítaspyrna dæmd.68. mínúta: Matthías komst í fínt skotfæri utarlega í vítateignum en skot hans fram hjá.61. mínúta: Valsmenn eru allir að koma til og hafa spilað betur síðustu mínúturnar. Þeir hafa átt tvö ágæt hálffæri en þurfa að gera betur til að jafna leikinn.52. mínúta: Fylkismenn halda uppteknum hætti í síðari hálfleik. Tómas átti fast skot að marki en Haraldur markvörður sá við honum.46. mínúta: Síðari hálfleikur hafinn og gerðu Valsmenn tvær breytingar í hálfleik. Guðjón Pétur Lýðsson og Christian Mouritsen komu inn á fyrir þá Rúnar Sigurjónsson og Stefán Eggertsson.Hálfleikur: Pásan var um tíu mínútum lengri en venja er þar sem einn dómari leiksins, Jóhann Gunnar Guðmundsson, veiktist en Sigurður Óli Þorleifsson er með flaggið í hans stað.45. mínúta: Fyrri hálfleik lokið og er Fylkir með verðskuldaða forystu. Árbæingar hafa verið miklu sterkari og fengið nokkur góð færi til að bæta við forystuna. Valsmenn fengu eitt hættulegt færi en þurfa að skerpa sinn leik, sérstaklega í sókninni.39. mínúta: Fyrsta færi Valsmanna og það var gott. Matthías náði að stinga boltanum inn fyrir Fylkisvörnina á Arnar Svein. Hann kom boltanum fram hjá Bjarna Þórði en hann fór svo hárfínt fram hjá markinu.26. mínúta - mark: Andrés komst inn fyrir vörn Vals og gaf boltann út í teig, fram hjá Haraldi markverði sem kom út úr markinu. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Ingimund Níels sem skoraði í autt markið.25. mínúta: Enn eitt færið hjá Fylki. Tómas tekur aukaspyrnu á hægri kantinum og gefur háan bolta inn á teig. Þórir á skalla hárfínt fram hjá markinu.20. mínúta: Enn sækja Fylkismenn. Nú tekur Ingimundur Níels sprett upp kantinn og gefur á Albert Brynjar sem skallar að marki. Haraldur varði frá honum í horn sem ekkert kom úr.10. mínúta: Fylkismenn fá horn og upp úr því fær Albert Brynjar fínt skotfæri en missir marks.5. mínúta: Andrés Már á fínan sprett fyrir Fylki, prjónar sig í gegnum vörnina en skot hans er varið af Haraldi.1. mínúta: Leikurinn er hafinn hér í Kórnum.Byrjunarlið Fylkis (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson; Andri Þór Jónsson, Kristján Valdimarsson, Þórir Hannesson, Kjartan Ágúst Breiðdal; Baldur Bett, Gylfi Einarsson (78. Ásgeir Börkur Ásgeirsson), Andrés Már Jóhannesson; Ingimundur Níels Óskarsson, Tómas Þorsteinsson, Albert Brynjar Ingason (71. Jóhann Þórhallsson).Varamenn: Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Davíð Þór Ásbjörnsson, Jóhann Þórhallsson, Fjalar Þorgeirsson (m), Andri Már Hermannsson, Jóhann Andri Kristjánsson, Daníel Freyr Guðmundsson.Byrjunarlið Vals (4-3-3): Haraldur Björnsson; Jónas Tór Næs, Halldór Kristinn Halldórsson, Pól Jóhannus Justinussen, Stefán Jóhann Eggertsson (46. Guðjón Pétur Lýðsson); Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, Haukur Páll Sigurðsson (82. Andri Fannar Stefánsson), Rúnar Már Sigurjónsson (46. Christian Mouritsen); Jón Vilhelm Ákason (61. Hörður Sveinsson), Matthías Guðmundsson, Arnar Sveinn Geirsson.Varamenn: Hörður Sveinsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Christian Mouritsen, Fitim Morina, Ásgeir Þór Magnússon (m), Andri Fannar Stefánsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira