Íslenski boltinn

Ólafur Þórðar: Skandall hjá dómaranum

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Andri Fannar Stefánsson og Andrés Már Jóhannesson í baráttunni í kvöld.
Andri Fannar Stefánsson og Andrés Már Jóhannesson í baráttunni í kvöld. Mynd/Stefán
„Það var klaufalegt að fá víti á okkur og hleypa þeim inn í leikinn. Við köstuðum þessu frá okkur,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis eftir tap liðsins gegn Val í úrslitum Lengjubikarsins, 3-1, í Kórnum í kvöld eftir framlengdan leik.

Ólafur var langt frá því að vera sáttur við dómgæsluna í þriðja marki Valsmanna. Christian Mouristen fékk þá leyfi til að koma að nýju inn á leikvöllinn í miðri skyndisókn Valsmanna og hann lagði boltann fyrir á Hörð Sveinsson sem gulltryggði Valsmönnum sigurinn.

„Það er skandall hjá dómaranum að hleypa leikmanninum inn á völlinn í hraðri sókn og þetta gerir út um leikinn. Það stendur skýrum stöfum í lögunum að þetta á ekki að gerast. Dómarinn virtist engan veginn skilja hvað var í gangi. Við getum sjálfum okkur um kennt hvernig fór þó að dómaramistökin hafi verið ljós,“ segir Ólafur sem telur að Fylkisliðið mæti mun sterkara til leiks en á síðustu leiktíð.

„Við erum búnir að fá til okkar Gylfa Einarsson og Baldur Bett sem auka breiddina í liðinu til muna. Liðið er miklu sterkara en í fyrra.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×