Íslenski boltinn

Valur vann báða titlana í vetur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valsmenn urðu í gær Lengjubikarmeistari í knattspyrnu eftir sigur á Fylki, 3-1, í framlengdum úrslitaleik. Valur varð einnig Reykjavíkurmeistari fyrr í vetur og vann því báða titlana á undirbúningstímabilinu.

Leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi í gær og byrjuðu Fylkismenn betur. Þeir komust yfir í fyrri hálfleik en Valsmenn sóttu í sig veðrið í þeim síðari og jöfnuðu áður en venjulegum leiktíma lauk. Þeir skoruðu svo tvívegis í framlengingunni og tryggðu sér þar með sigurinn.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og tók þessar myndir.

Guðjón Pétur Lýðsson skoraði fyrir Val í gær.Mynd/Stefán



Fleiri fréttir

Sjá meira


×