Enski boltinn

Draumur Fabregas að rætast?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas.
Daily Mail greinir frá því í dag að Arsenal sé loksins tilbúið að sleppa takinu af Cesc Fabregas og hann fái að fara til Barcelona fyrir 35 milljónir punda í sumar.

Arsenal hefur í tvígang hafnað boðum í kringum 30 milljónir punda frá Börsungum.

Fabregas ku vera orðinn mjög pirraður á titlaleysinu á Emirates en hann er engu að síður samningsbundinn Arsenal næstu þrjú árin og hefur ekkert heyrst frá forráðamönnum félagsins um að þeir séu til í að selja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×