Fótbolti

Hrækti á sinn eigin markvörð og uppskar rautt spjald fyrir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Egypskur fótbolti er að gera það gott á Youtube í dag eftir að leikmaður El Gounah, Shadi Mohamed, fékk að líta rauða spjaldið eftir viðskipti við sinn eigin markvörð.

Mohamed var frekar ósáttur við dapra frammistöðu markvarðarins og lýsti yfir vanþóknun sinni með því að hrækja framan í markvörðinn. Fyrir það fékk hann að líta rauða spjaldið. Skynsamlega gert.

Hægt er að sjá þetta kostulega atvik hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×