Enski boltinn

Aurelio stefnir á að ná lokasprettinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aurelio í baráttu við Dimitar Berbatov.
Aurelio í baráttu við Dimitar Berbatov.
Varnarmaðurinn Fabio Aurelio hjá Liverpool er bjartsýnn á að ná lokaspretti ensku úrvalsdeildarinnar en hann hefur verið frá vegna meiðsla upp á síðkastið.

"Ég er nokkuð bjartsýnn á að ná síðustu leikjunum. Meiðslin hafa verið pirrandi en ég lít á það þannig að Guð sé alltaf góður og ég trúi því að hlutirnir fari batnandi fyrir mig," sagði varnarmaðurinn trúaði.

Táningurinn Jack Robinson hefur leyst Aurelio af upp á síðkastið og þótt standa sig vel. Aurelio hrósar honum sjálfur í hástert.

"Hann hefur hæfileika og mikinn karakter. Virðist ekki finna fyrir pressu rétt eins og John Flanagan."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×