Enski boltinn

Carroll gæti leikið gegn Newcastle

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carroll í búningi Newcastle.
Carroll í búningi Newcastle.
Framherjinn Andy Carroll gæti mætt sínum gömlu félögum í Newcastle um helgina en Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, segir leikmanninn enn hafa tíma til þess að sanna að hann sé í leikformi.

"Það er bara fimmtudagur og enn dagar í leikinn. Þetta er leikur sem skiptir miklu máli fyrir Andy en ef hann er ekki í standi þá mun hann ekki spila," sagði Dalglish.

Carroll hefur verið slæmur í hnénu og missti af leiknum gegn Birmingham vegna meiðslanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×