Enski boltinn

Henry spilar gegn Arsenal í sumar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Henry í búningi Arsenal.
Henry í búningi Arsenal.
Thierry Henry mun fá tækifæri til þess að leika gegn sínu gamla félagi, Arsenal, næsta sumar. Félag hans, New York Red Bulls, tekur þá þátt í fjögurra liða æfingamóti á Emirates-vellinum.

Önnur lið sem taka þátt í mótinu eru PSG og Boca Juniors. Mótið fer fram í lok júlí.

Henry er ein stærsta goðsögn í sögu Arsenal og mun vafalítið fá konunglegar móttökur hjá stuðningsmönnum félagsins er hann snýr aftur á fornar slóðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×