Enski boltinn

Leikmenn Liverpool lyftu sér upp í Madrid í gær

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Skjáskot af síðu Daily Mail í dag.
Skjáskot af síðu Daily Mail í dag.
Það vakti talsverða athygli þegar Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, bað Andy Carroll, framherja Liverpool, um að minnka hjá sér bjórdrykkjuna.

Carroll skellti sér til Madrid í gær ásamt félögum sínum í Liverpool - Pepe Reina, Glen Johnson og Raul Meireles - og Tim Cahill, leikmanni Everton, var einnig leyft að koma með.

Þeir fóru á leik Real Madrid og Barcelona í gær en nutu lífsins fram að leik. Þar var Carroll gripinn glóðvolgur með ískaldan bjór.

"Hegðun hans er mjög mikilvæg á þessum tímapunkti. Hann þarf að gæta að sér og drekka minna," sagði Capello en Daily Mail rifjar upp þessi ummæli í dag og birtir um leið myndir af knattspyrnustrákunum með bjór í Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×