Enski boltinn

Wenger ætlar ekki að selja stjörnurnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger er þess fullviss að Arsenal muni takast að halda í sínu stærstu stjörnur í sumar þó svo að liðið vinni enga titla á núverandi tímabili.

Cesc Fabregas var sterklega orðaður við Barcelona, sitt uppeldisfélag, í fyrra en ekkert var af því að hann fór þangað. Nú er ítalska félagið Inter sagt á höttunum eftir honum og reiðubúið að leggja fram 35 milljóna punda tilboð.

„Við viljum ekki selja okkar leikmenn,“ sagði Wenger á blaðamannafundi í dag. „Okkar leikmenn eru samningsbundinn og verða hér áfram nema að við ákveðum annað.“

„Þetta er ekkert sérstaklega frumlegt umfjöllunarefni og ég held að ég hafi svarað spurningum þessu tengdu á 80 prósentum blaðamannafunda. Þessu verður að linna því það hefur sýnt sig að svona spurningar þjóna engum tilgangi.“

„Ég hef engan áhuga á því að ræða um leikmannamarkaðinn núna og hvort við ætlum að kaupa eða ekki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×