Enski boltinn

Drogba verður áfram hjá Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Didier Drogba.
Didier Drogba.
Didier Drogba mun leika áfram með Chelsea á næstu leiktíð þó svo margir hafi búist við því að hann myndi róa á önnur mið i sumar.

Drogba hefur ekki verið par sáttur við takmarkaðan spilatíma eftir að Fernando Torres kom til félagsins.

Búið er að funda talsvert um stöðuna upp á síðkastið og umboðsmaður Drogba segir að skjólstæðingur sinn verði áfram í bláu næsta vetur.

"Það hefur mikið verið rætt og ritað um hans framtíð. Hann mun aftur á móti vera áfram hjá Chelsea," sagði umbinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×