Enski boltinn

Wenger sjaldan verið eins svekktur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, dregur ekki fjöður yfir það að tímabilið í ár sé gríðarleg vonbrigði. Hann gefur í skyn að þetta sé hans erfiðasta tímabil síðan hann tók við liðinu árið 1996.

Arsenal átti mjög góðu gengi að fagna framan af vetri, var í keppni um alla titla lengi vel en mun væntanlega standa uppi með tvær hendur tómar í mai enn eitt árið.

"Við höfum sjaldan eða aldrei verið eins svekktir enda vorum við svo nálægt því að fara alla leið í deildinni að þessu sinni," sagði Wenger.

Hans lið fór alla leið í deildarbikarnum en tapaði þar í úrslitum gegn Birmingham.

"Mér finnst liðið hafa lagt sig fram en það hefur allt verið á móti okkur eftir að við töpuðum þessum úrslitaleik. Þegar við vorum að berjast um fjóra titla barðist liðið þó meira. Við misstum aðeins trúna eftir tapið í deildarbikarnum.

"Það sem er mest svekkjandi er að vita að getan er til staðar. Við höfðum liðið til þess að vinna deildina."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×