Enski boltinn

Mancini: Yrði mjög svekkjandi að missa starfið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Roberto Mancini.
Roberto Mancini.
Roberto Mancini, stjóri Man. City, segir að það yrðu mikil vonbrigði ef eigendur félagsins myndu sparka honum úr starfi í sumar. Hann segist vera að byggja stórveldi framtíðarinnar.

"Ég hef lagt mikið að mér síðasta eina og hálfa árið við að byggja grunninn hjá félaginu. Það yrðu því gríðarleg vonbrigði ef ég gæti ekki haldið starfi mínu áfram," sagði Mancini sem hefur verið orðaður við félög í heimalandinu. Þar á meðal Juventus.

"Það er eðlilegt. Á 2-3 mánaða fresti koma svona fréttir. Ég vil aftur á móti vera áfram hjá City."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×