Enski boltinn

Berbatov spilar gegn Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dimitar Berbatov.
Dimitar Berbatov.
Leikmenn Man. Utd eru smám saman að skríða saman og Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur nú staðfest að Dimitar Berbatov geti spilað með liðinu gegn Arsenal á sunnudag. Berbatov hefur misst af síðustu tveim leikjum liðsins vegna meiðsla.

Darren Fletcher gæti einnig spilað í næstu viku en hann hefur verið frá í nokkurn tíma vegna veikinda.

"Berbatov hefur æft alla vikuna og er klár í slaginn. Fletcher spilaði í 45 mínútur með varaliðinu í gær. Hann gæti því spilað í Meistaradeildinni í næstu viku," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×