Enski boltinn

Berbatov sem Don Corleone

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dimitar Berbatov, framherja Man. Utd, er margt til lista lagt. Hann er stundum kallaður hinn búlgarski Sóli Hólm þar sem hann þykir afar góð eftirherma.

Það vita ekki margir að Berbatov lærði ensku í heimalandinu á sínum tíma með því að horfa á Godfather-myndirnar.

Í nýrri auglýsingu fyrir Adidas sýnir Berbatov síðan eftirhermuhæfileika sína er hann tekur Don Corleone með stæl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×