Íslenski boltinn

Hundrað ára sögu Íslandsmótsins gerð skil

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, gluggar í bókina með góðum félaga. Mynd/ Vilhelm.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, gluggar í bókina með góðum félaga. Mynd/ Vilhelm.
Hundraðasta Íslandsmótið í knattspyrnu fer senn í hönd. Gefin hefur verið út saga Íslandsmótsins og hélt KSÍ hóf í tilefni af því nú síðdegis. Þar var öllum elstu núlifandi Íslandsmeisturum afhent eintak af bókinni.

Fyrsta umferð Íslandsmótsins hefst á sunnudaginn. Spá forráðamanna félaganna var kynnt í gær og samkvæmt henni er FH spáð sigri í karladeildinni, en Val er spáð sigri í kvennadeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×