Enski boltinn

Viðburðarrík helgi í enska boltanum - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Glen Johnson fagnar sigurmarki sínu.
Glen Johnson fagnar sigurmarki sínu. MYnd/AP
Enska úrvalsdeildin fór aftur af stað um helgina eftir landsleikjafrí og eftir helgina er Manchester City eina ósigraða liðið í deildinni. Manchester-liðin unnu bæði sína leiki og því er City áfram með fimm stiga forskot á United.

Liverpool vann 2-1 sigur á Chelsea á Stamford Bridge í stórleik umferðarinnar og þá hélt hollenski framherjinn Robin Van Persie áfram að raða inn mörkum. Van Persie hefur nú skorað þremur mörkum meira en næsti maður og Arsenal rýkur upp töfluna.

Heiðar okkar Helguson skoraði tvö mörk í sigri Queens Park Rangers á Stoke og hefur baðað sig í sviðsljósi ensku fjölmiðlanna í dag.

AP-fréttastofan var með ljósmyndara sína á leikjum helgarinnar og við höfum tekið saman fullt af skemmtilegum myndamómentum frá helginni. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×