Enski boltinn

Redknapp: Frábært að vera kominn til baka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Redknapp og Luka Modric í kvöld.
Harry Redknapp og Luka Modric í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, stýrði liðinu á nýjan leik í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni en Redknapp er nýkominn úr hjartaaðferð. Þetta var áttundi deildarsigur Tottenham í síðustu níu leikjum.

„Það er frábært að vera kominn til baka því ég hafði ekki mikinn áhuga á því að horfa á einn leik lið viðbótar heima í sófa," sagði Harry Redknapp eftir leikinn.

„Við spiluðum flottan fótbolta á köflum í þessum leik og fengum fullt af tækifærum til að klára leikinn endanlega. Við stjórnuðum algjörlega hraðanum í þessum leik," sagði Redknapp en sigurinn kom liðinu upp í þriðja sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×