Aprílgöbb: Hulk Hogan, Justin Bieber og frítt bensín 1. apríl 2011 20:45 Austurglugginn sagði frá því að Hulk Hogan væri staddur á Reyðarfirði. Mynd/Getty 1. apríl er í dag og venju samkvæmt hefur verið mikið um einkennilegar fréttir víða í fjölmiðlum sem og annars staðar. Vísir ætlar að fara yfir nokkur aprílgöbb en mörg þeirra eru mjög skemmtileg. Fréttavefurinn Eyjar.net sagði frá því í morgun að Björk Guðmundsdóttir ætlaði að halda tónleika í Herjólfsdal í sumar og yfir 30 þúsund miðar væru seldir. Tónleikarnir áttu að vera styrktartónleika fyrir sviðið sem á að byggja fyrir þjóðhátíð sem fer fram fyrstu helgina í ágúst. Sagt var frá því að miðasala ætti að hefjast í Týsheimilinu í kvöld klukkan hálf níu. En aðeins væru 1000 miðar til sölu. Fréttavefurinn Skessuhorn sagði frá því að Landsbankinn, sem nýlega tók yfir rekstur Domino's á Íslandi, hafi látið útbúa sérstaka Pizza-sjálfsala sem var komið fyrir í anddyri bankans. „Í honum getur fólk tekið út peninga, líkt og verið hefur, eða pantað sér fjórðung úr 16´ pizzu (hægt að velja úr 4 tegundum). Sneiðin mun í framtíðinni kosta 300 krónur, en í tilefni opnunarinnar í dag verður boðið upp á fríar pizzasneiðar og Pepsi í anddyrinu bankans við Þjóðbraut 1 á Akranesi frá klukkan 10 til 18," sagði í fréttinni.DV sagði frá því að Valgeir Guðjónsson, tónlistarmaður, hafi tryggt sér rekstrarsamning við alþjóðlegu kaffihúsakeðjuna Starbucks. Unnið væri að því að opna stað við Tryggvagötu 11 og í dag, föstudaginn 1. apríl, ætli Valgeir að bjóað gestum og gangandi að smakka úrval kaffidrykkja frá Starbucks, og sérstakan nýjan andoxunarrétt, sér að kostnaðarlausu. Opið var fyir gesti í dag frá klukkan 11 til 14. Þá sagði DV einnig frá því að ofurstjarnan Justin Bieber væri á Íslandi þessa daganna. Bieber hafi lent á Reykjavíkurflugvelli í gær og var ekið á Hótel Hilton við Suðurlandsbraut. Hann ætli að taka daginn í dag rólega og fara meðal annars í Bláa Lónið síðar í dag. Fréttavefurinn Feykir.is sagði frá því að Mjólkursamlag KS á Sauðárkróki hafi ætlað að kynna Heimasætubita, nýjan ost úr brjóstamjólk í Skagfirðingabúð í dag. „Neysla á þessum osti ætti í raun að geta komið algjörlega í stað fæðubótaefna og fyrir þá sem vilja ganga alla leið þá er fátt hollara en drykkja á brjóstamjólk," sagði Friðrik Hreinsson, einkaþjálfari á Sauðárkrók.Víkurfréttir sögðu frá því að samningar hafi náðst við Ásgeir Davíðsson, betur þekktan sem Geiri á Goldfinger, um að hann kaupi félagsheimilið Festi. Geiri ætli að opna þar skemmtistað og hótel og sagði í fréttinni að Geiri ætli að rífa upp gömlu og góðu Festisstemminguna og ætli meðal annars að bjóða upp á listviðburði á heimsmælikvarða. Á vef Skógræktar ríkisins segir að aðstoðarskógarvörður hafi í fyrsta sinn náð ljósmynd af óþekktu kattardýri hér á landi. „Virðist sem um sé að ræða evrópska Gaupu (Lynx lynx), en dýrið er stórt svipað stórum hundi. Var dýrið á ferð í grisjuðum stafafurureit í Ásólfsstaðahlíð í Þjórsárdal," segir í frétt á vefnum. „Starfsmenn skógræktarinnar munu reyna að fóðra gaupuna með kattamat eftir hádegi í dag," segir ennfremur í fréttinni.Austurglugginn sagði frá því að enginn annar en Hulk Hogan væri á Reyðarfirði til að setja hina árlegu Íslandsglímu.Fréttastofa RÚV sagði frá því í hádegisfréttum og í sjónvarpsfréttum, að munir sem eru taldir vera frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar hafi fundist í nýju gjánni í Almannagjá í morgun. Í sjónvarpsfréttunum var sagt að þar hefði fundist mikið af dýrabeinagrindum sem bendi til blóts.Mbl.is sagði frá því að framkvæmdaaðilar Eagles tónleikanna hefðu ætlað að selja 50 miða á tónleikana á fimm þúsund krónur stykkið. Þá sagði mbl.is einnig frá því að íslenska sprotafyrirtækið GSM Energy Solutions hefði hannað nýja hugbúnað í snjallsíma sem gæti sparað eldsneyti í bifreiðum um fimmtung. Á Vísi í morgun var sagt frá því að Atlantsolía sitji uppi með heila skipsfarm af bensíni frá Líbíu sem félagið getur ekki selt. Fréttin reyndist vera aprílgabb en fjölmargir féllu fyrir fréttinni. Aprílgabb Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
1. apríl er í dag og venju samkvæmt hefur verið mikið um einkennilegar fréttir víða í fjölmiðlum sem og annars staðar. Vísir ætlar að fara yfir nokkur aprílgöbb en mörg þeirra eru mjög skemmtileg. Fréttavefurinn Eyjar.net sagði frá því í morgun að Björk Guðmundsdóttir ætlaði að halda tónleika í Herjólfsdal í sumar og yfir 30 þúsund miðar væru seldir. Tónleikarnir áttu að vera styrktartónleika fyrir sviðið sem á að byggja fyrir þjóðhátíð sem fer fram fyrstu helgina í ágúst. Sagt var frá því að miðasala ætti að hefjast í Týsheimilinu í kvöld klukkan hálf níu. En aðeins væru 1000 miðar til sölu. Fréttavefurinn Skessuhorn sagði frá því að Landsbankinn, sem nýlega tók yfir rekstur Domino's á Íslandi, hafi látið útbúa sérstaka Pizza-sjálfsala sem var komið fyrir í anddyri bankans. „Í honum getur fólk tekið út peninga, líkt og verið hefur, eða pantað sér fjórðung úr 16´ pizzu (hægt að velja úr 4 tegundum). Sneiðin mun í framtíðinni kosta 300 krónur, en í tilefni opnunarinnar í dag verður boðið upp á fríar pizzasneiðar og Pepsi í anddyrinu bankans við Þjóðbraut 1 á Akranesi frá klukkan 10 til 18," sagði í fréttinni.DV sagði frá því að Valgeir Guðjónsson, tónlistarmaður, hafi tryggt sér rekstrarsamning við alþjóðlegu kaffihúsakeðjuna Starbucks. Unnið væri að því að opna stað við Tryggvagötu 11 og í dag, föstudaginn 1. apríl, ætli Valgeir að bjóað gestum og gangandi að smakka úrval kaffidrykkja frá Starbucks, og sérstakan nýjan andoxunarrétt, sér að kostnaðarlausu. Opið var fyir gesti í dag frá klukkan 11 til 14. Þá sagði DV einnig frá því að ofurstjarnan Justin Bieber væri á Íslandi þessa daganna. Bieber hafi lent á Reykjavíkurflugvelli í gær og var ekið á Hótel Hilton við Suðurlandsbraut. Hann ætli að taka daginn í dag rólega og fara meðal annars í Bláa Lónið síðar í dag. Fréttavefurinn Feykir.is sagði frá því að Mjólkursamlag KS á Sauðárkróki hafi ætlað að kynna Heimasætubita, nýjan ost úr brjóstamjólk í Skagfirðingabúð í dag. „Neysla á þessum osti ætti í raun að geta komið algjörlega í stað fæðubótaefna og fyrir þá sem vilja ganga alla leið þá er fátt hollara en drykkja á brjóstamjólk," sagði Friðrik Hreinsson, einkaþjálfari á Sauðárkrók.Víkurfréttir sögðu frá því að samningar hafi náðst við Ásgeir Davíðsson, betur þekktan sem Geiri á Goldfinger, um að hann kaupi félagsheimilið Festi. Geiri ætli að opna þar skemmtistað og hótel og sagði í fréttinni að Geiri ætli að rífa upp gömlu og góðu Festisstemminguna og ætli meðal annars að bjóða upp á listviðburði á heimsmælikvarða. Á vef Skógræktar ríkisins segir að aðstoðarskógarvörður hafi í fyrsta sinn náð ljósmynd af óþekktu kattardýri hér á landi. „Virðist sem um sé að ræða evrópska Gaupu (Lynx lynx), en dýrið er stórt svipað stórum hundi. Var dýrið á ferð í grisjuðum stafafurureit í Ásólfsstaðahlíð í Þjórsárdal," segir í frétt á vefnum. „Starfsmenn skógræktarinnar munu reyna að fóðra gaupuna með kattamat eftir hádegi í dag," segir ennfremur í fréttinni.Austurglugginn sagði frá því að enginn annar en Hulk Hogan væri á Reyðarfirði til að setja hina árlegu Íslandsglímu.Fréttastofa RÚV sagði frá því í hádegisfréttum og í sjónvarpsfréttum, að munir sem eru taldir vera frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar hafi fundist í nýju gjánni í Almannagjá í morgun. Í sjónvarpsfréttunum var sagt að þar hefði fundist mikið af dýrabeinagrindum sem bendi til blóts.Mbl.is sagði frá því að framkvæmdaaðilar Eagles tónleikanna hefðu ætlað að selja 50 miða á tónleikana á fimm þúsund krónur stykkið. Þá sagði mbl.is einnig frá því að íslenska sprotafyrirtækið GSM Energy Solutions hefði hannað nýja hugbúnað í snjallsíma sem gæti sparað eldsneyti í bifreiðum um fimmtung. Á Vísi í morgun var sagt frá því að Atlantsolía sitji uppi með heila skipsfarm af bensíni frá Líbíu sem félagið getur ekki selt. Fréttin reyndist vera aprílgabb en fjölmargir féllu fyrir fréttinni.
Aprílgabb Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?