Innlent

Stefna á að ljúka talningu klukkan tvö

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það verður kosið á laugardaginn.
Það verður kosið á laugardaginn.
Gert er ráð fyrir að talningu í Icesave kosningunni ljúki aðfaranótt sunnudagsins um klukkan tvö. Talning mun hefjast klukkan tíu um kvöldið, þegar kjörfundi lýkur. Þetta gæti þó breyst ef villur yrðu í talningunni. Búast má við því að fyrstu tölur verði birtar í Reykjavíkurkjördæmum eftir klukkan ellefu, samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórnum.

Landskjörstjórn skipaði á dögunum tólf einstaklinga sem umboðsmenn ólíkra sjónarmiða við þjóðaratkvæðagreiðsluna í einstökum kjördæmum. Hlutverk þeirra er að fylgjast með framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á einstökum kjörstöðum í kjördæminu og gæta að því að kjörstjórn og kjósendur hegði sér þar í samræmi við lög



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×