Lýsir tilgangslausum frægðarhórum á Íslandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. mars 2011 10:24 Pistlahöfundur gefur ekki mikið fyrir þau Völu Grand, Ásdísi Rán, Gillzenegger, Jón stóra og Tobbu Marínós. „Flest frægt fólk á Íslandi er tilgangslausar frægðarhórur sem þrífst á sviðsljósinu eins og það sé því nauðsynlegt fyrir ljóstillífun," segir pistlahöfundur The Reykjavík Grapevine. Í pistli sem birtist eftir Ragnar Egilsson á vef blaðsins fer hann hörðum orðum um umtalaðasta fólkið á Íslandi í dag, þau Jón Hilmar Hallgrímsson, Völu Grand, Gillzenegger, Tobbu Marínós og Ásdísi Rán. Segja má að hann geri stólpagrín að þeim öllum. Pistlahöfundur segir að Jón stóri sé heilbrigður, edrú og alls ekki ofbeldisfullur maður sem taki stundum að sér að aðstoða fólk við að eiga við þrjóska skuldara. Hann hafi lent í sviðsljósinu eftir nokkrar handtökur sem hafi vakið athygli. Í einni þeirra hafi sérsveit lögreglunnar komið við sögu eftir að Jón hafi sést fyrir misskilning veifa skotvopni á lóð sinni. Um Völu Grand er sagt í pistlinum að hún sé transmanneskja af asískum uppruna. Hún sé ef til vill ekki fyrsta manneskjan sem hafi skipt um kyn á Íslandi, en sé í það minnsta önnur í röðinni til að vekja þjóðarathygli fyrir kynskiptin, á eftir Önnu Kristjánsdóttur. Anna sé vel þjálfaður vélvirkji og bloggari. Vala hafi hins vegar í farteskinu myndavél og athyglisþörf sem þurfi að þjóna. Vala sé því yfirburðarmanneskja. Þá segir pistlahöfundur að Egill Einarsson, eða Gillzenegger, hafi upprunalega verið bloggari. Það sé ótrúlegt að fylgjast með því hvernig hann hafi skotist upp á stjörnuhimininn. Hann hafi nýtt sér sterklega líkamsbyggingu sína og skrúðmælgi um konur til þess að byggja upp veldi sem feli í sér sjónvarsþætti, metsölubækur, fjölda auglýsinga og fjölda viðtala. Þá segir pistlahöfundur að Tobba Marínós sé kvenkynsútgáfan af Gillz. Hún sé stefnumótaráðgjafi og slúðurdrottning sem hafi unnið sér frægð einhvern tímann á síðasta ári. Loks segir pistlahöfundur að Ásdís Rán hafi blómstrað sem eiginkona knattspyrnumanns og síðar náð að byggja upp feril sem fyrirsæta. Hún hafi sett á laggirnar eigin snyrtivörulínu og tiplað á tánum á undirfötunum. Pistlahöfundur segir að Ásdís Rán sé ef til vill ekki sannfærandi femínisti en hún hafi sínar björtu hliðar, sem pistlahöfundur telur upp. Mál Jóns stóra Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
„Flest frægt fólk á Íslandi er tilgangslausar frægðarhórur sem þrífst á sviðsljósinu eins og það sé því nauðsynlegt fyrir ljóstillífun," segir pistlahöfundur The Reykjavík Grapevine. Í pistli sem birtist eftir Ragnar Egilsson á vef blaðsins fer hann hörðum orðum um umtalaðasta fólkið á Íslandi í dag, þau Jón Hilmar Hallgrímsson, Völu Grand, Gillzenegger, Tobbu Marínós og Ásdísi Rán. Segja má að hann geri stólpagrín að þeim öllum. Pistlahöfundur segir að Jón stóri sé heilbrigður, edrú og alls ekki ofbeldisfullur maður sem taki stundum að sér að aðstoða fólk við að eiga við þrjóska skuldara. Hann hafi lent í sviðsljósinu eftir nokkrar handtökur sem hafi vakið athygli. Í einni þeirra hafi sérsveit lögreglunnar komið við sögu eftir að Jón hafi sést fyrir misskilning veifa skotvopni á lóð sinni. Um Völu Grand er sagt í pistlinum að hún sé transmanneskja af asískum uppruna. Hún sé ef til vill ekki fyrsta manneskjan sem hafi skipt um kyn á Íslandi, en sé í það minnsta önnur í röðinni til að vekja þjóðarathygli fyrir kynskiptin, á eftir Önnu Kristjánsdóttur. Anna sé vel þjálfaður vélvirkji og bloggari. Vala hafi hins vegar í farteskinu myndavél og athyglisþörf sem þurfi að þjóna. Vala sé því yfirburðarmanneskja. Þá segir pistlahöfundur að Egill Einarsson, eða Gillzenegger, hafi upprunalega verið bloggari. Það sé ótrúlegt að fylgjast með því hvernig hann hafi skotist upp á stjörnuhimininn. Hann hafi nýtt sér sterklega líkamsbyggingu sína og skrúðmælgi um konur til þess að byggja upp veldi sem feli í sér sjónvarsþætti, metsölubækur, fjölda auglýsinga og fjölda viðtala. Þá segir pistlahöfundur að Tobba Marínós sé kvenkynsútgáfan af Gillz. Hún sé stefnumótaráðgjafi og slúðurdrottning sem hafi unnið sér frægð einhvern tímann á síðasta ári. Loks segir pistlahöfundur að Ásdís Rán hafi blómstrað sem eiginkona knattspyrnumanns og síðar náð að byggja upp feril sem fyrirsæta. Hún hafi sett á laggirnar eigin snyrtivörulínu og tiplað á tánum á undirfötunum. Pistlahöfundur segir að Ásdís Rán sé ef til vill ekki sannfærandi femínisti en hún hafi sínar björtu hliðar, sem pistlahöfundur telur upp.
Mál Jóns stóra Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira