Lýsir tilgangslausum frægðarhórum á Íslandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. mars 2011 10:24 Pistlahöfundur gefur ekki mikið fyrir þau Völu Grand, Ásdísi Rán, Gillzenegger, Jón stóra og Tobbu Marínós. „Flest frægt fólk á Íslandi er tilgangslausar frægðarhórur sem þrífst á sviðsljósinu eins og það sé því nauðsynlegt fyrir ljóstillífun," segir pistlahöfundur The Reykjavík Grapevine. Í pistli sem birtist eftir Ragnar Egilsson á vef blaðsins fer hann hörðum orðum um umtalaðasta fólkið á Íslandi í dag, þau Jón Hilmar Hallgrímsson, Völu Grand, Gillzenegger, Tobbu Marínós og Ásdísi Rán. Segja má að hann geri stólpagrín að þeim öllum. Pistlahöfundur segir að Jón stóri sé heilbrigður, edrú og alls ekki ofbeldisfullur maður sem taki stundum að sér að aðstoða fólk við að eiga við þrjóska skuldara. Hann hafi lent í sviðsljósinu eftir nokkrar handtökur sem hafi vakið athygli. Í einni þeirra hafi sérsveit lögreglunnar komið við sögu eftir að Jón hafi sést fyrir misskilning veifa skotvopni á lóð sinni. Um Völu Grand er sagt í pistlinum að hún sé transmanneskja af asískum uppruna. Hún sé ef til vill ekki fyrsta manneskjan sem hafi skipt um kyn á Íslandi, en sé í það minnsta önnur í röðinni til að vekja þjóðarathygli fyrir kynskiptin, á eftir Önnu Kristjánsdóttur. Anna sé vel þjálfaður vélvirkji og bloggari. Vala hafi hins vegar í farteskinu myndavél og athyglisþörf sem þurfi að þjóna. Vala sé því yfirburðarmanneskja. Þá segir pistlahöfundur að Egill Einarsson, eða Gillzenegger, hafi upprunalega verið bloggari. Það sé ótrúlegt að fylgjast með því hvernig hann hafi skotist upp á stjörnuhimininn. Hann hafi nýtt sér sterklega líkamsbyggingu sína og skrúðmælgi um konur til þess að byggja upp veldi sem feli í sér sjónvarsþætti, metsölubækur, fjölda auglýsinga og fjölda viðtala. Þá segir pistlahöfundur að Tobba Marínós sé kvenkynsútgáfan af Gillz. Hún sé stefnumótaráðgjafi og slúðurdrottning sem hafi unnið sér frægð einhvern tímann á síðasta ári. Loks segir pistlahöfundur að Ásdís Rán hafi blómstrað sem eiginkona knattspyrnumanns og síðar náð að byggja upp feril sem fyrirsæta. Hún hafi sett á laggirnar eigin snyrtivörulínu og tiplað á tánum á undirfötunum. Pistlahöfundur segir að Ásdís Rán sé ef til vill ekki sannfærandi femínisti en hún hafi sínar björtu hliðar, sem pistlahöfundur telur upp. Mál Jóns stóra Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Flest frægt fólk á Íslandi er tilgangslausar frægðarhórur sem þrífst á sviðsljósinu eins og það sé því nauðsynlegt fyrir ljóstillífun," segir pistlahöfundur The Reykjavík Grapevine. Í pistli sem birtist eftir Ragnar Egilsson á vef blaðsins fer hann hörðum orðum um umtalaðasta fólkið á Íslandi í dag, þau Jón Hilmar Hallgrímsson, Völu Grand, Gillzenegger, Tobbu Marínós og Ásdísi Rán. Segja má að hann geri stólpagrín að þeim öllum. Pistlahöfundur segir að Jón stóri sé heilbrigður, edrú og alls ekki ofbeldisfullur maður sem taki stundum að sér að aðstoða fólk við að eiga við þrjóska skuldara. Hann hafi lent í sviðsljósinu eftir nokkrar handtökur sem hafi vakið athygli. Í einni þeirra hafi sérsveit lögreglunnar komið við sögu eftir að Jón hafi sést fyrir misskilning veifa skotvopni á lóð sinni. Um Völu Grand er sagt í pistlinum að hún sé transmanneskja af asískum uppruna. Hún sé ef til vill ekki fyrsta manneskjan sem hafi skipt um kyn á Íslandi, en sé í það minnsta önnur í röðinni til að vekja þjóðarathygli fyrir kynskiptin, á eftir Önnu Kristjánsdóttur. Anna sé vel þjálfaður vélvirkji og bloggari. Vala hafi hins vegar í farteskinu myndavél og athyglisþörf sem þurfi að þjóna. Vala sé því yfirburðarmanneskja. Þá segir pistlahöfundur að Egill Einarsson, eða Gillzenegger, hafi upprunalega verið bloggari. Það sé ótrúlegt að fylgjast með því hvernig hann hafi skotist upp á stjörnuhimininn. Hann hafi nýtt sér sterklega líkamsbyggingu sína og skrúðmælgi um konur til þess að byggja upp veldi sem feli í sér sjónvarsþætti, metsölubækur, fjölda auglýsinga og fjölda viðtala. Þá segir pistlahöfundur að Tobba Marínós sé kvenkynsútgáfan af Gillz. Hún sé stefnumótaráðgjafi og slúðurdrottning sem hafi unnið sér frægð einhvern tímann á síðasta ári. Loks segir pistlahöfundur að Ásdís Rán hafi blómstrað sem eiginkona knattspyrnumanns og síðar náð að byggja upp feril sem fyrirsæta. Hún hafi sett á laggirnar eigin snyrtivörulínu og tiplað á tánum á undirfötunum. Pistlahöfundur segir að Ásdís Rán sé ef til vill ekki sannfærandi femínisti en hún hafi sínar björtu hliðar, sem pistlahöfundur telur upp.
Mál Jóns stóra Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira