Innlent

Jóhanna flytur skýrslu um úrskurð kærunefndar

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðhera ætlar að gefa Alþingi munnlega skýrslu um úrskurð Kærunefndar jafnréttismála varðandi ráðningu skrifstofustjóra við deild í forsætisráðuneytinu, sem kærð var til nefndarinnar.

Nefndin telur að Jóhanna hafi brotið jafnréttislög við ráðninguna, en Jóhanna telur að faglega hafi verið staðið að henni og mun færa rökk fyrir því, væntanlega fyrir hádegi, en skýrsla hennar er þriðja mál á dagskrá þingfundar, sem hefst klukkan hálf ellefu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×