Innlent

Úrskurður kærunefndar alvarlegur fyrir Samfylkinguna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir var fundin sek um brot á jafnréttislögum.
Jóhanna Sigurðardóttir var fundin sek um brot á jafnréttislögum.
„Nýlegur úrskurður kærunefndar jafnréttismála er alvarlegur fyrir stjórnsýsluna og flokk sem kennir sig við kvenfrelsi," segir í ályktun kvennahreyfingar Samfylkingarinnar sem samþykkt var í dag. Sem kunnugt er komst kærunefnd jafnréttismála að þeirri niðurstöðu á dögunum að Jóhanna Sigurðardóttir hefði gerst sek um brot á jafnréttislögunum þegar hún réð karlmann í starf skrifstofustjóra stjórnsýslu- og samfélagsþróunar.

Kvennahreyfing Samfylkingarinnar segir að bregðast verði við úrskurðinum með viðeigandi hætti. Kvennahreyfing Samfylkingarinnar lítur svo á að treysta beri ráðningarferli stjórnsýslunnar þannig að tryggt sé að ráðningar falli að lögum, og lýsir yfir stuðningi við forsætisráðherra við að gera þær breytingar sem til þarf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×