Enski boltinn

Almunia sendir félögum sínum tóninn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Manuel Almunia, markvörður Arsenal, hefur furðað sig á því af hverju sumir leikmanna Arsenal virtust einfaldlega hafa gefist upp í leiknum gegn Barcelona í vikunni.

Barcelona vann 3-1 sigur á Arsenal í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudagskvöldið og þar með samanlagt, 4-3.

Arsenal vann fyrri leikinn á heiamvelli, 2-1, en átti ekki eitt einasta skot að marki í leiknum á Nou Camp. Er það í fyrsta skipti sem lið nær ekki skoti að marki andstæðingsins að minnsta kosti síðan 2003.

Almunia kom inn á sem varamaður snemma í leiknum og átti fínan leik. „Barcelona ráðskaðist með okkur í seinni hállfeik og sumir af leikmönnum okkar voru hættir að hlaupa.“

„Við þurftum að skora bara eitt mark til viðbótar til að komast áfram og við hefðum getað skapað þeim usla undir lokin með smá fyrirhöfn.“

„Það er því erfitt að skilja af hverju einhverjir leikmenn voru bara að labba inn á vellinum. Við vorum greinilega þreyttir.“

„Það virtist sem svo að allt væri glatað en raunin var að við þurftum bara eitt mark til viðbótar. Eina skýringin sem ég hef er að við vorum það þreyttir að leikmennirnir áttu ekkert meira inni.“

„Þetta varð svo enn erfiðara þegar við misstum mann af velli enda að spila við besta lið heims.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×