Enski boltinn

Wenger: Við getum enn orðið meistarar

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Wenger bjartsýnn þrátt fyrir dapurt gengi að undanförnu.
Wenger bjartsýnn þrátt fyrir dapurt gengi að undanförnu. Nordic Photos/Getty Images
Arsene Wenger er bjartsýnn á að Arsenal geti orðið enskur meistari þrátt fyrir að liðið hafi dottið út úr enska bikarnum eftir 2-0 tap gegn Manchester United í gær.

Arsenal átti möguleika á að vinna fjórfalt fyrir tveimur vikum en eftir ósigur gegn Birmingham í úrslitum enska deildabikarsins, tap fyrir Barcelona í Meistaradeildinni, og tap fyrir Man. United í enska bikarnum, þá er enski meistaratitill eini möguleikinn hjá Arsenal á titili á þessari leiktíð.

„Ég hef trú á því að við getum orðið meistarar. Nú þurfum við að snúa bökum saman, sýna okkar andlega styrk og svara fyrir okkur. Nú fáum vikur án þess að þurfa að spila í miðri viku sem er í fyrsta sinn í langan tíma," segir Wenger en liðið getur nú einbeitt sér að enska meistaratitlinum eftir að hafa dottið úr leik í öllum öðrum keppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×