Enski boltinn

Hópefli Villa endaði í slagsmálum

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Dunne og Collins leika saman í hjarta varnarinnar hjá Villa.
Dunne og Collins leika saman í hjarta varnarinnar hjá Villa. Mynd/AFP
Tilraunir Aston Villa til létta andann í leikmannahópi sínum fór algjörlega út um þúfur eftir að hluti leikmanna lenti í slagsmálum yfir framtíðarsýn félagsins.

Liðið fór saman á heilsuhæli en samkvæmt sögusögnum munu varnarmennirnir Richard Dunne og James Collins hafa lent saman ásamt fleiri starfsmönnum félagsins. Þjálfari liðsins, Frakkinn Gerard Houllier, mun hafa verið rót átakanna.

„Ég biðst afsökunar á hegðun minni sem langt frá því að vera ásættanleg,“ sagði Dunne og Collins tók í svipaðan streng. „Þetta hefði ekki átt að gerast og ég biðst afsökunar á minni þátttöku.“

Villa er í harðri fallbaráttu en liðið er með 33 stig í 13. sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Félagið ætlar að rannsaka málið frekar og má jafnvel búast við að þessum leikmönnum verði refsað.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×