Enski boltinn

Lehmann útilokar ekki endurkomu með Arsenal

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Rífur Jens Lehmann frá hanskanna?
Rífur Jens Lehmann frá hanskanna? Nordic Photos/Getty Images
Þjóðverjinn Jens Lehmann er alveg til í að rífa fram hanskanna til að hjálpa Arsenal í þeim markvarðavandræðum sem liðið á nú í. Arsene Wenger er sagður ætla að fá leyfi frá enska knattspyrnusambandinu til að fá að semja við markvörð enda er Manuel Almunia eini heili markvörður liðsins.

Wojciech Szczesny, Lukasz Fabianski og Vito Mannone eru allir frá vegna meiðsla og Lehman verið orðaður við endurkomu til Arsenal vegna þessa. Hann mun einmitt dvelja hjá félaginu næstu sex vikurnar við að vinna að þjálfunarréttindum.

„Ég er í London en ég hef ekki heyrt neitt frá Arsenal. Maður veit aldrei," sagði Lehman sem er 41 árs gamall og var hjá Arsenal í fimm ár. Hann lék yfir 200 leiki fyrir félagið og varð enskur meistari með Arsenal árið 2004. Lehmann lagði hanskanna á hilluna síðasta sumar en hann lauk ferlinum með Stuttgart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×