Enski boltinn

Aaron Ramsey er búinn að gleyma fótbrotinu og nálgast fyrri styrk

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Aaron Ramsey segir að hann sé á réttri leið eftir langa endurhæfingu vegna fótbrots sem átti sér stað í leik Arsenal gegn Stoke í febrúar á síðasta ári.
Aaron Ramsey segir að hann sé á réttri leið eftir langa endurhæfingu vegna fótbrots sem átti sér stað í leik Arsenal gegn Stoke í febrúar á síðasta ári. Nordic Photos / Getty Images
Aaron Ramsey segir að hann sé á réttri leið eftir langa endurhæfingu vegna fótbrots sem átti sér stað í leik Arsenal gegn Stoke í febrúar á síðasta ári. Þar brotnaði Ramsey afar illa eftir að Ryan Shawcross varnarmaður Stoke tæklaði hann.

Ramsey kom inn á gegn Manchester United í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar en það dugði ekki til þar sem að Man Utd hafði betur 2-0. Þetta var fyrsti leikur hans með Arsenal frá því hann meiddist en hann hefur leikið nokkra leiki með Nottingham Forest og Cardiff í vetur sem lánsmaður.

„Það var frábært að fara aftur í Arsenalbúninginn. Það er langt síðan ég keppti síðast með Arsenal, úrslitin voru vonbrigði, en ég er á réttri leið. Það er ekki langt þar til ég næ fyrri styrk og ég er ekki með hugann við þessu meiðsli á meðan ég spila," sagði Ramsey við Daily Mirror.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×