Sigurður Ragnar: Ég held að við eigum fína möguleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2011 17:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari í fótbolta, var nokkuð sáttur með riðil Íslands í undankeppni EM 2013 en dregið var í dag. Ísland er í riðli með Noregi (7. sæti á FIFA-listanum), Belgíu (35.), Ungverjalandi (31.), Norður Írlandi (64.) og Búlgaríu (49.). „Ég er alveg ágætlega sáttur og þetta er tiltölulega þægilegt upp á ferðlög að gera. Við hefðum getað verið bæði heppnari og óheppnari með lið í fyrsta styrkleikaflokki en við höfum verið að spila jafna leiki á móti Noregi og mér lýst ágætlega á það að mæta þeim. Það hafa mikla reynslu og komast yfirleitt alltaf áfram en við ætlum að snúa því við," sagði Sigurður Ragnar. „Við erum síðan að fara að spila við Belgíu sem er þjóð sem við höfum ekki spilað við undir minni stjórn. Ég spilaði sjálfur í Belgíu þannig að það gæti verið gaman," sagði Sigurður Ragnar sem lék með Harelbeke í Belgíu frá 2000 til 2001. „Við þekkjum Norður-Írana vel og það voru fínir leikir fyrir okkur. Ungverjaland er á svipuðum stað á heimslistanum og Belgía en ég þarf að kynna mér Ungverjaland því ég veit lítið um þær og sama má segja um Búlgaríu," segir Sigurður Ragnar um væntanlega mótherja íslenska liðsins. „Við vorum pínu óheppnin með liðin í neðri styrkleikaflokkunum því þar fengum við yfirleitt sterkustu liðin. Þetta hefði getað farið betur og hefði getað farið verr og ég er bara sæmilega ánægður með riðilinn. Ég held að við eigum fína möguleika," sagði Sigurður Ragnar og stefnan hefur verið sett á að komast aftur í úrslitakeppnin. „Við ætlum að standa okkur og reynum að komast aftur í lokakeppni. Ég held að það sé markmiðið hjá okkur öllum. Það er gaman að fá að mæta mörgum nýjum þjóðum sem við höfum ekki verið að spila við undanfarin ár," sagði Sigurður Ragnar og bætti við: „Það er plús fyrir okkur líka og það skiptir líka máli að þetta eru ekki alltof slæm ferðlög. Klara hafði áhyggjur af því að við færum til Kasakstan eða eitthvað en við losnuðum við það. þetta er bara spennandi," sagði Sigurður Ragnar að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari í fótbolta, var nokkuð sáttur með riðil Íslands í undankeppni EM 2013 en dregið var í dag. Ísland er í riðli með Noregi (7. sæti á FIFA-listanum), Belgíu (35.), Ungverjalandi (31.), Norður Írlandi (64.) og Búlgaríu (49.). „Ég er alveg ágætlega sáttur og þetta er tiltölulega þægilegt upp á ferðlög að gera. Við hefðum getað verið bæði heppnari og óheppnari með lið í fyrsta styrkleikaflokki en við höfum verið að spila jafna leiki á móti Noregi og mér lýst ágætlega á það að mæta þeim. Það hafa mikla reynslu og komast yfirleitt alltaf áfram en við ætlum að snúa því við," sagði Sigurður Ragnar. „Við erum síðan að fara að spila við Belgíu sem er þjóð sem við höfum ekki spilað við undir minni stjórn. Ég spilaði sjálfur í Belgíu þannig að það gæti verið gaman," sagði Sigurður Ragnar sem lék með Harelbeke í Belgíu frá 2000 til 2001. „Við þekkjum Norður-Írana vel og það voru fínir leikir fyrir okkur. Ungverjaland er á svipuðum stað á heimslistanum og Belgía en ég þarf að kynna mér Ungverjaland því ég veit lítið um þær og sama má segja um Búlgaríu," segir Sigurður Ragnar um væntanlega mótherja íslenska liðsins. „Við vorum pínu óheppnin með liðin í neðri styrkleikaflokkunum því þar fengum við yfirleitt sterkustu liðin. Þetta hefði getað farið betur og hefði getað farið verr og ég er bara sæmilega ánægður með riðilinn. Ég held að við eigum fína möguleika," sagði Sigurður Ragnar og stefnan hefur verið sett á að komast aftur í úrslitakeppnin. „Við ætlum að standa okkur og reynum að komast aftur í lokakeppni. Ég held að það sé markmiðið hjá okkur öllum. Það er gaman að fá að mæta mörgum nýjum þjóðum sem við höfum ekki verið að spila við undanfarin ár," sagði Sigurður Ragnar og bætti við: „Það er plús fyrir okkur líka og það skiptir líka máli að þetta eru ekki alltof slæm ferðlög. Klara hafði áhyggjur af því að við færum til Kasakstan eða eitthvað en við losnuðum við það. þetta er bara spennandi," sagði Sigurður Ragnar að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki