Íslenski boltinn

Gunnar Heiðar samdi við Norrköping - ÍBV leitar að nýjum framherja

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar Heiðar í leik með Halmstad á sínum tíma.
Gunnar Heiðar í leik með Halmstad á sínum tíma.
Ekkert verður af því að framherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson leiki með ÍBV í sumar. Gunnar hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í samningi sínum við ÍBV sem leyfir honum að semja við erlent félagslið.

Gunnar Heiðar er búinn að skrifa undir samning við sænska félagið Norrköping og er því á leið aftur í sænska boltann.

Þetta eru slæm tíðindi fyrir ÍBV enda var mikils ætlast af Gunnari Heiðari í sumar.

Eyjamenn ætla sér að finna framherja í hans stað og eru Eyjamenn nú að skoða framherja frá Danmörku og Austurríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×