Íslenski boltinn

Gary Martin framlengir við ÍA

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gary Martin fagnar marki í leik með ÍA. Mynd/Heimasíða ÍA
Gary Martin fagnar marki í leik með ÍA. Mynd/Heimasíða ÍA
Framherjinn sterki, Gary Martin, skrifaði í gærkvöldi undir nýjan samning við 1. deildarlið ÍA sem gildir út leíktíðina 2012.

Þetta er afar góð tíðindi fyrir Skagamenn enda hefur Martin verið duglegur að skora fyrir ÍA og hafa úrvalsdeildarlið borið víurnar í hann.

Þessi enski strákur er tvítugur að aldri og er uppalinn hjá Middlesbrough.

Martin er markahæsti leikmaður Lengjubikarsins með 7 mörk í 4 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×