Íslenski boltinn

Lengjubikarinn: Sigrar hjá FH og ÍBV

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur Þórarinsson skoraði fyrir ÍBV.
Guðmundur Þórarinsson skoraði fyrir ÍBV.
FH og ÍBV unnu bæði góða sigra í Lengjubikarnum í dag. FH lagði þá Stjörnuna, 1-0, á meðan ÍBV valtaði yfir HK, 4-1.

Það var Atli Guðnason sem skoraði eina markið í leik FH og Stjörnunnar en FH langefst í sínum riðli.

Ian Jeffs, Tryggvi Guðmundsson, Brynjar Gauti Friðjónsson og Guðmundur Þórarinsson skoruðu mörk ÍBV gegn HK en mark HK skoraði Hólmbert Aron Friðjónsson.

Þetta var fyrsti sigur ÍBV í keppninni en HK er enn án stiga.

Upplýsingar fengnar frá fótbolti.net






Fleiri fréttir

Sjá meira


×