Íslenski boltinn

KR skellti Keflavík í Reykjaneshöllinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kjartan Henry var á skotskónum í dag.
Kjartan Henry var á skotskónum í dag.
KR-ingar halda áfram að gera það gott í Lengjubikarnum í fótbolta en KR-ingar unnu góðan 3-2 sigur á Keflavík í Reykjaneshöllinni í dag.

KR er því sem fyrr með fullt hús stiga, 12 stig, í sínum riðli en Keflavík er með fjögur.

Keflavík 2 - 3 KR

0-1 Baldur Sigurðsson ('20)

0-2 Kjartan Henry Finnbogason ('38)

1-2 Guðmundur Steinarsson ('40)

1-3 Óskar Örn Hauksson ('88)

2-3 Guðmundur Steinarsson ('90)

Upplýsingar fengnar frá fótbolti.net






Fleiri fréttir

Sjá meira


×