Enski boltinn

Scott Parker og Arsene Wenger valdir bestir í febrúar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Scott Parker fagnar marki á móti Liverpool.
Scott Parker fagnar marki á móti Liverpool. Mynd/AP
Scott Parker, miðjumaður West Ham og Arsene Wenger, stjóri Arsenal, voru gær valdir besti leikmaðurinn og besti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni í febrúar en það er sérstök nefnd á vegum deildarinnar sem ákveður hverjir hljóta þessi mánaðarlegu verðlaun.

Scott Parker hefur farið fyrir endurkomu West Ham liðsins í mánuðinum en mánuðurinn byrjaði á 3-1 útisigri liðsins á Blackpool á Bloomfield Road og endaði síðan með 3-1 sigri á Liverpool á Upton Park.

Parker komst líka í fréttirnar fyrir dramatíska og hrífandi hálfleiksræði í 3-3 jafntefli á móti West Bromwich Albion. Staðan var 3-0 fyrir WBA í hálfleik þegar Parker tók sig til og talaði trúna í sína menn í hálfleik.

Arsene Wenger var valinn stjóri mánaðarins í ellefta skiptið á ferlinum en Arsenal-liðið tapaði ekki leik í febrúar og er í haðri baráttu um meistaratitilinn við Manchester United.

Arsenal vann Everton, Wolves og Stoke í mánuðinum og gerði síðan 4-4 jafntefli við Newcastle eftir að hafa komist yfir í 4-0.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×